Hor­tugi sjón­varps­maðurinn Pi­ers Morgan segir þrjá hluti vissa í lífinu: dauðann, skatta og að Harry Breta­prins muni haga sér eins og skömmustu­laus hræsnari.

Sjón­varps­maðurinn skrifar langan pistil áThe Sun um málið. Þetta er alls ekki fyrsta skiptið sem hann gagn­rýnir Harry og eigin­konu hans Meg­han en hann hætti meðal annars störfum í morgun­þættinum Good Morning Britain eftir ó­vægin um­mæli í hennar garð.

Pi­ers segir í pistli sínum nú að Harry virðist vera ó­stöðvandi í að gera Elísa­betu Bret­lands­drottningu lífið leitt. Pi­ers gengur svo ­langt að segja Harry gera það á ná­kvæm­lega þeim tíma sem Elísa­bet hefur haft það hve verst.

„Þegar Filippus lá fyrir dauðanum á spítala í mars fóru Harry og narsissistinn Meg­han í sjón­varpið að gagn­rýna konungs­fjöl­skylduna og upp­nefna þau ras­ista,“ skrifar sjón­varps­maðurinn.

Hann segist æfur yfir því að Harry láti sér detta í hug að rukka konungs­fjöl­skylduna fyrir eigið öryggi og hóti mál­sókn vegna þess.

„Hótar hann því ein­hvern tímann ekki?“ spyr sjón­varps­maðurinn sem er þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum.