Mynd Coco Austin af dóttur sinni fer nú eins og eldur í sinu um netheima, keppast netverjar við að dást að líkindum Chanel við föður sinn, leikarann og rapparann Ice-T. Margir þekkja Ice-T úr hlutverki sínu sem Odafin ‘Fin‘ Tutuola úr sjónvarpsþáttunum Law & Order: Special Victims Unit.

„Dóttir Ice-T verður fljót að fá hlutverk í Law & Order: Leikskóli,“ sagði einn á Twitter.

„Er þessi mynd fölsuð?,“ spyr annar.

Hinn 63 ára gamli Ice-T og Coco eignuðust Chanel í nóvember 2015, verður hún sex ára í haust. Fyrir á hann 45 ára gamla dóttur og 29 ára son úr fyrri samböndum.