Kelly Louise Killjoy, danskur uppistandari sem er vinsæl á Tik Tok gerir stólpagrín að Íslendingum í skammdeginu með nýju myndbandi.

Þar skýtur upp kollinum myndband sem sló fyrst í gegn á Youtube fyrir 11 árum, þar sem hinn „íslenski Óskar“ kvartar yfir myrkasta tíma ársins og öllu sem því fylgir.

Kelly Louise tekur oft fyrir norrænu þjóðirnar í myndböndum sínum en hún er með tæplega 350 þúsund fylgjendur á forritinu. Rúmlega 14 þúsund manns hafa líkað við færsluna.

@kellylouisekilljoy

Iceland has had enough of peoples’ bull**** 🇮🇸 #thenordics #tiktokiceland #tiktokdenmark #tiktoksverige #tiktoknorge #tiktoksuomi

♬ originalljud - snabbabrillz2000

Hér fyrir neðan má sjá upprunarlega myndbandið sem hinn ástralski Dave birti fyrst árið 2009. Þar hafði hann rætt við frænda sinn Óskar um mikla umræðu sem var í gangi þarlendis um að breytingu á klukkunni en það ár gengu íbúar Vestur-Ástralíu til kosninga um hvort taka ætti upp vetrar- og sumartíma.

Fannst Óskari þetta fáránleg umræða og vildi með myndbandi sínu varpa ljósi á skammdegi hér á landi. Óskar er sjálfur ástralskur og leikur eftir Íslendingum með nokkuð nákvæmum íslenskum hreim.