Ida Bergkvist, bassaleikarinn í dönsku hljómsveitinni REDDI, sem keppir fyrir hönd Danmerkur í Eurovision, fór af gráta af söknuði þegar hún ræddi um hundinn sinn sem bíður heima.

REDDI flytur popp rokk lagið The Show, sem þær segja fjalla um það að vera tónlistarmaður að reyna fyrir sér í erfiðum iðnaði.

Fréttablaðið ræddi við hljómsveitina á opnunarhátíðinni í höllinni í útjaðri Tórínó í gær. Aðspurðar hvað þær ætli að gera eftir Eurovision segjast þær allar ætla að hvíla sig og þvo fötin. Ida ætlar að faðma hundinn sinn.

„Ég ætla að segja hæ við hundinn minn, ég sakna hans svo mikið. Hann heitir Albus,“ sagði hún og brotnaði saman og hló. „Ég sá mynd af honum í dag og ég fór að gráta.“

Siggy, söngkona hljómsveitarinnar segir að Ida geti ekki séð hund af sömu tegund án þess að gráta.