Lífið

Danskt Game of Thron­es sjarm­atr­öll á Ís­land­i

Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau sem fer með hlutverk Jamie Lannister í Game of Thrones þáttunum er á Íslandi.

Nikolaj með ísbirninum á Laugarveginum.

Leikarinn Nikolaj Coster-Waldau sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Jamie Lannister í Game of Thrones þáttunum er á Íslandi en þetta kemur fram á Instagram síðu kappans. 

Þar má sjá hann spóka sig um á Skólavörðustíg fyrr í dag, líta Hallgrímskirkju augum og faðma ísbjörn á Laugarvegi þar sem skrifað er á myndbandið í kímni, „spillir“? og þar vísað í væntanlega seríu af Game of Thrones sem kemur út í næsta mánuði. 

Í lokin virðist kappinn vera komin út á Reykjanesbrautina og því mögulega að fara að kíkja af landi brott, eða í Bláa lónið en það sást jafnframt til hans á Reykjavík Roasters í gær. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Game of Thrones-villingur á Ís­landi

Lífið

Game of Thrones stiklan: Dany, Jon, Jamie og rest

Lífið

Kit Harington var orðinn dauð­leiður á Game of Thrones

Auglýsing

Nýjast

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Hundar skilja ótrúlega margt

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Gott hundafóður skiptir öllu

Fiskeldi er sjálfbært og afturkræft

Auglýsing