Reykjavík Dance Festival verður haldin hátíðleg dagana 17. til 20. nóvember næstkomandi víðs vegar um borgina.

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir opnar hátíðina með frumsýningu á verki sínu, When the Bleeding Stops, og Sveinbjörg Þórhallsdóttir frumsýnir nýtt verk, Rof. Jón Gnarr syngur Völuspá á skemmtistaðnum Húrra.

DJ Ívar Pétur þeytir skífum fyrir yngstu áhorfendurna á Baby Reif á Kex Hosteli.

Reykjavík Dance Festival og List án landamæra tóku höndum saman þetta árið í listrænu stefnumóti en á hátíðinni munu þrjú pör dansara og listamanna með fatlanir sýna afrakstur vinnuferlis sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði.

Hátíðin er fyrsta stóra hátíð nýrra listrænna stjórnenda, en hjónin Pétur Ármannsson og Brogan Davi­son tóku við í byrjun árs.

Saman hafa þau starfað um árabil sem sviðslistarhópurinn Dance For Me og hafa ferðast um allan heim með sýningar sínar.