Höfundur verksins er belgíski danshöfundurinn Pieter Ampe en dansararnir eru þau Elín, Andrean, Tilly, Charmene, Felix, Shota, Erna og Una. Það var ekki annað að sjá en prúðbúnir frumsýningargestir hafi skemmt sér vel á þessu hrífandi og skemmtilega verki.

Aðstandendur lýsa verkinu svo: Að vetri til, í myrkri og drungalegu veðri, vill fólk líta inn á við. Það fleygir sér ekki bara allsbert í snjóinn og fer í partí eða keyrir fram og tilbaka í bíl. Það veit belgíski danshöfundurinn Pieter Ampe. Nú hefur hann hitt dansara Íslenska dansflokksins, þau Elínu, Andrean, Tilly, Charmene, Felix, Shota, Ernu og Unu. Sum þeirra eru frá Íslandi, önnur eru lengra að komin, en öll nota þau tækifærið til að líta í eigin barm og spyrja sig spurninga.
Þau skiptast á spurningum, þau dansa þær og syngja. Því þau hafa öll sögu að segja.
Og hvað er fallegra en að syngja saman á meðan niðdimm nóttin líður hjá?