Lífið

Dansað um niðdimma nótt

Íslenski dansflokkurinn frumsýndi á föstudag verkið Um hvað syngjum við í Borgarleikhúsinu.

Dansarar og systur: Aðalheiður Halldórsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir og Hildur Ketilsdóttir mættu prúðbúnar. Fréttablaðið/Eyþór

Höfundur verksins er belgíski danshöfundurinn Pieter Ampe en dansararnir eru þau Elín, Andrean, Tilly, Charmene, Felix, Shota, Erna og Una. Það var ekki annað að sjá en prúðbúnir frumsýningargestir hafi skemmt sér vel á þessu hrífandi og skemmtilega verki.

Aðstandendur lýsa verkinu svo: Að vetri til, í myrkri og drungalegu veðri, vill fólk líta inn á við. Það fleygir sér ekki bara allsbert í snjóinn og fer í partí eða keyrir fram og tilbaka í bíl. Það veit belgíski danshöfundurinn Pieter Ampe. Nú hefur hann hitt dansara Íslenska dansflokksins, þau Elínu, Andrean, Tilly, Charmene, Felix, Shota, Ernu og Unu. Sum þeirra eru frá Íslandi, önnur eru lengra að komin, en öll nota þau tækifærið til að líta í eigin barm og spyrja sig spurninga.
Þau skiptast á spurningum, þau dansa þær og syngja. Því þau hafa öll sögu að segja.
Og hvað er fallegra en að syngja saman á meðan niðdimm nóttin líður hjá?

Systurnar Sigrún og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur ásamt Ernu Ómarsdóttur
Guðlaug Magnúsdóttir og Magnús Guðmundsson Fréttablaðið/Eyþór
Heba Eir, Erna Guðrún og Viktoría Blöndal Fréttablaðið/Eyþór
Nína Hjálmarsdóttir og Hjálmar Ragnarsson Fréttablaðið/Eyþór
Auður Snorradóttir og Guðmundur Helgason. Fréttablaðið/Eyþór
Hanna Guðbjög Birgisdóttir, Halldór Bachman og Jónas Kirstjánsson Fréttablaðið/Eyþór
Ingibjörg Pálsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir og Guðrún Pálsdóttir Fréttablaðið/Eyþór

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Lífið

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Matur

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Auglýsing

Nýjast

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Dásamlegar heimagerðar beyglur

Ás­dís Rán setur Söru Heimis stólinn fyrir dyrnar

Crowninn eins og elsta barnið

Auglýsing