Taboo, með­limur banda­rísku hljóm­sveitarinnar Black Eyed Peas, mætti á Sumar­há­tíð Dans Brynju Péturs á Ingólfs­torgi fyrr í sumar og tók við­töl og mynd­efni fyrir þáttinn sinn Free­sty­le Fri­da­ys sem hann heldur úti á Insta­gram. Eins og flestir vita var sveitin stödd hér fyrr í sumar fyrir Secret Sol­stice.

Þátturinn er til­einkaður dans­hópum og dönsurum um allan heim en nýtt land er tekið fyrir á hverjum föstu­degi hjá kappanum. Í þættinum, sem sjá má hér að neðan, ræðir Taboo meðal annars við með­limi dans­hópsins og er rætt um stree dans menninguna og mikil­vægi þess að gera eitt­hvað já­kvætt og upp­byggi­legt með ungu kyn­slóðinni.

Taboo eyddi deginum með dans­hópnum og dansaði meðal annars með hópnum en ekki margir vita að hljóm­sveitar­með­limir Black Eyed Peas eru líka dansarar og hefur Taboo alltaf haldið nánum tengslum við dans­sam­fé­lagið víða um heim.