Bandaríski leikarinn Daniel McBride, eða Danny McBride líkt og hann er helst kallaður, er mættur til Íslands ásamt fjölskyldu sinni. Leikarinn dvelur nú samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í glæsivillu í Grímsnesi, þeirri sömu og söngvarinn Justin Bieber dvaldi í er hann heimsótti Ísland heim árið 2016.

McBride er þekktur fyrir leik sinni stórmyndum á borð við Pinapple Express, Alien: Covenant og þáttunum Eastbound & Down. Hann á 42 ára afmæli í dag og má leiða líkur að því að hann muni verja næstu dögum í að kanna landið ásamt fjölskyldu sinni.