Mat­reiðsla Sigur­jón Bragi Geirs­son varð áttundi í Bocu­se d´Or í gær en Danir hrósuðu sigri í þessari virtustu mat­reiðslu­keppni heims, sem yfir­leitt er kölluð heims­meistara keppni ein­stak­linga mat­reiðslu. Fjöl­margir ís­lendingar fylgdu Sigur­jóni, meðal þeirra var Ólafur Helgi Kristjáns­son, eig­andi Brasserí Kárs­nes í Kópa­vogi.

„Ís­land endaði fyrir ofan Banda­ríkin og fleiri stórar matar­þjóðir og við höldum á­fram okkar góða árangri í Bocu­se d´Or. Við höfum alltaf endað á topp tíu sem er góður árangur fyrir litla Ís­land og sýnir hvað við erum að gera vel í mat hér á landi,“ segir Ólafur.

Hann var meðal stuðnings­manna og í bláu að sjálf­sögðu, eins og um hundrað aðrir sem fóru út til Lyon.

„Það voru um fimm þúsund manns að horfa og tryllt stemning. Við vorum í gömlum KSÍ treyjum með KS lógóið framan á sem er helsti bak­hjarlinn okkar. Ég keypti trommur fyrir þetta og stökk upp á stól í ein­hverju rugli til að taka víkinga­klappið. Það tók bara öll stúkan undir. Það var hel­víti rosa­legt. Ég viður­kenni það,“ segir Ólafur.

Hann bjóst við að Norður­landa­þjóðirnar myndu gera vel við sig í kjöl­far keppninnar en Norð­menn urðu í öðru sæti og Svíar í því fjórða.

Íslendingar voru lang fyrirferðarmestir á keppninni.
Fréttablaðið/Aðsend