Daniel Radcliffe, breskur leikari sem skaust upp á stjörnuhiminn fyrir leik sinn sem galdrastrákurinn Harry Potter, mun leika tónlistarmanninn Weird Al Yankovic í nýrri ævisögumynd.

Þetta kemur fram á vef The Hollywood reporter.

Weird Al er þekkt­ur fyr­ir háðsleg­ar út­gáf­ur á vin­sæl­um popps­lög­ur­um en hann hef­ur einnig gefið út sína eig­in tónlist. Daniel er mikill aðdáandi slíkrar tónlistar, en hann hefur lagt á minnið flókin lög eins og The Elements eftir Tom Lehrer, tónlistarmann sem var nokkur skonar Weird Al síns tíma.

Kvikmyndin mun fjalla um feril og persónulega líf tónlistarmannsins og mun að sögn Hollywood reporter kafa djúpt ofan í allan skítinn.

Kvikmyndin er framleidd af Funny Or Die og Tango og verður birt á streymisveitunni The Roku Channel.

Weird Al sagði í fréttatilkynningu til fjölmiðla:

„Þegar kvikmyndin mín UHF kom út árið 1989 lofaði ég aðdáendum mínum að ég myndi gefa út kvikmynd á 33 ára fresti. Ég er mjög ánægður að við séum á áætlun. Ég er ótrúlega spenntur fyrir því að sjá Daniel Radcliffe leika mig í myndinni. Ég efast ekki um að framtíðarkynslóðir muni þekkja hann fyrst og fremst fyrir þetta hlutverk,“ sagði hann kíminn.