Sam­kvæmt dánar­vott­orði Elísa­betar Bret­lands­drottningar lést hún úr hárri elli. Það kemur fram á vef Mirror sem birtir einnig mynd af dánar­vott­orðinu en Þjóð­skjala­safn Skot­lands gaf vottorðið út og birti það.

Þar kemur fram að drottningin hafi látist klukkan 15.10 þann 8. septem­ber í Balmor­al kastala í Balla­ter.

Há elli er skráð sem dánar­or­sök og er var skjalið undir­ritað af Önnu prinsessu.

Nánar hér á vef Mirror.

Prins Filippus lést einnig úr hárri elli en hann lést 13. apríl í fyrra. Hjónin hafa nú verið jörðuð saman í grafhýsi bresku konungsfjölskyldunnar með foreldrum og systir Elísabetar.