Grínþáttaleikkonan Betty White lést á Gamlársdag 99 ára að aldri, þremur vikum fyrir hundrað ára afmæli sitt.

Í fyrstu fóru sögusagnir að berast um að hún hafi látist af völdum örvunarbólusetningar sem hún hafði þegið þremur dögum fyrir dánardag, sem reyndist ekki vera satt.

Vinur White og umboðsmaður, Jeff Witjasi sagði í samtali við fréttastofu E! þriðja janúar síðastliðinn að „Hún dó friðsamlega í svefni á heimili sínu“ og afsannaði sögusagnir um að dauði hennar tengdist COVID-19 bóluefninu.

"Dauði hennar ætti ekki að vera pólitískur - það er ekki lífið sem hún lifði.“

Lést vegna heilablæðingar

Samkvæmt dánarvottorði sem sjónvarpstöðin E! fékk upplýsingar um, lést White af völdum heilablæðingar, og hún hafi fengið heilablóðfall sex dögum áður en hún lést.

Nokkrum dögum fyrir andlátið sagði hún í viðtali við bandaríska tímaritið People hversu heppin hún væri að líða svona vel og vera við góða heilsu á þessum aldri.

White lést á heimili sínu í Los Angelses í Kaliforníu. Sjónvarpsferill hennar spannar sjö áratugi og að sögn heimsmetabók Guinness er það lengsti sjónvarpsferill sem nokkur kvenkyns skemmtikraftur hefur átt.