Margrét Þórhildur danadrottning reykti sína fyrstu sígarettu árið 1957 með foreldrum sínum, Friðrik danakonungi 9. og Ingrid danadrottningu.

„Foreldrar mínir reyktu alla mína barnæsku, og dag einn spurðu þau mig hvort ég vildi fá mér sígarettu líka. Strangt til tekið hef ég reykt alla daga síðan,“ segir Margrét.

Frásögn drottningarinnar kemur fram í nýrri ævisögu um hana í tilefni af 50 ára afmæli sem leiðtogi Danmerkur, eftir Tom Buk Swienty.

Margrét danadrottning hefur reykt í 64 ár, eða frá árinu 1957, en hætti að reykja á almannafæri árið 2006.
Mynd/Samsett

Hefur reykt í 64 ár

Lars Hovbakke Sørensen, konunglegur sérfræðingur telur að sagan um frumraun drottningarinnar að reykja segi okkur mikið um samfélagsgerð þessa tíma og hvað viðhorfin hafa breyst á þessum 64 árum.

Að sögn Susan Andersen, lýðheilsufræðings, hafa reykingavenjur ungs fólks og félagsleg viðmið breyst til muna frá því sem var árið 1957, þegar nánast engar reglur voru til um reykingar. Hún segir stóru félagslegu breytingu í kringum reykingar vera að þá sé ekki félagslega ásættanlegt að foreldrar reyki ekki í kringum börnin sín, né gefi þeim tóbak almennt.

Á þessari mynd frá Caix árið 1970 má sjá að Henrik prins stríða elsta syni sínum Friðrik krónprins með því að halda sígarettu upp við andlitið á honum.
Mynd/Allan Moe

Sú síðasta í röðinni

Sørensen telur Margréti danadrottningu sé sú síðasta af konunglegum ættum sem hin almenni borgari mun sjá reykja á almannafæri. því nú orðið er talið óviðeigndi fyrir kongafólk að reykja fyrir augum almennings.