Banda­ríska sam­fé­lags­miðla­stjarnan Dan Bilzerian eyddi hluta úr deginum á æfingu á­samt Haf­þóri Júlíusi Björns­syni, en Dan birtir mynd af þeim tveimur á Insta­gram reikningnum sínum..

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá er glaum­gosinn staddur hér á landi í sumar­fríi en hann er þekktur fyrir há­stemmdan lífs­stíl. Hann öðlaðist frægð og frama sem fjár­hættu-og póker­spilari og vekur hann gjarnan mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum.

„Fékk þann heiður að skipu­leggja æfingu fyrir Dan Bilzerian og Haf­þór Júlíus, og fékk að taka frekar nettar myndir á meðan þeir æfðu sig,“ skrifar einka­þjálfarinn Þor­geir Ólafs meðal annars. Þá virðist Bilzerian hafa skellt sér í Reykjadal um miðja nótt, með nokkrum fyrirsætum.

View this post on Instagram

There’s always time for the gym @thorbjornsson

A post shared by Dan Bilzerian (@danbilzerian) on