Breski tón­listar­maðurinn Damon Albarn birti gull­fal­lega mynd af sér frá húsi sínu í Grafar­vogi á Twitter í gær. Þar má sjá ís­lenska sól­setrið en kappinn spilar á píanó.

Frægðar­sól hans reis hæst þegar hann söng með hljóm­sveit sinni Blur á tíunda ára­tugnum. Albarn elskar Ís­land og var honum veittur ís­lenskur ríkis­borgara­réttur fyrr á þessu ári.

Albarn gefur brátt út nýja sóló­plötu. Kappinn samdi hana ein­mitt í húsi sínu í Grafar­vogi með þetta magnaða út­sýni. „Ég hef verið á myrku ferða­lagi við gerð þessarar plötu og ég er farinn að trúa að hrein upp­spretta sé enn þá til,“ sagði Albarn við til­kynningu plötunnar.