Bachelorette stjörnurnar Clare Crawley virðast vera farin að stinga saman nefjum að nýju eftir að þau hættu skyndilega saman í síðasta mánuði. Það er bandaríski slúðurmiðillinn TMZ sem greinir frá.
Einungis er um hálft ár síðan að Dale bað Clare um að trúlofast sér í ótrúlegum upphafsþáttum af Bachelorette raunveruleikaþáttaseríunni. Þau ákváðu svo í síðasta mánuði að segja skilið við sambandið, en nú virðist neistar hafa kviknað að nýju á milli þeirra.
TMZ birti myndir af stjörnunum þar sem þau sátu saman á bar í Nokomis í Flórída ríki. Þar gæddu þau sér saman á Moscow mule kokteilum og fór vel á með þeim. Þá greinir US Weekly frá því að Dale Moss hafi sýnt fylgjendum sínum frá því hvar hann var staddur í fótsnyrtingu nokkurri.
Segir í umfjöllun miðilsins að heyra hafi mátt konu hlæja í bakgrunni. Virðast allar vísbendingar benda til þess að þar hafi Clare Crawley verið á ferðinni. Dale segir þar fylgjendum sínum hlæjandi frá því að hann hafi tapað veðmáli og sé því staddur í fótsnyrtingu.
Áður höfðu heimildarmenn bandarískra slúðurmiðla tjáð þeim að parið hefði hætt saman þar sem hlutirnir hefðu einfaldlega gerst allt of hratt þeirra á milli.
„Það er fullt af vandamálum þeirra á milli. Ég veit ekki hvað varð til þess að þau sprungu en hún vill að hann flytji til Sacramento og hann var ekki spenntur fyrir því. Hún vill börn strax, en ekki hann,“ sagði einn þeirra.
Þáttastjórnendur á bandarísku slúðurfréttastöðinni E News! ræða mál Dale og Clare: