Bachelorette stjörnurnar Clare Crawl­ey virðast vera farin að stinga saman nefjum að nýju eftir að þau hættu skyndi­lega saman í síðasta mánuði. Það er banda­ríski slúður­miðillinn TMZ sem greinir frá.

Einungis er um hálft ár síðan að Dale bað Clare um að trú­lofast sér í ó­trú­legum upp­hafs­þáttum af Bachelorette raun­veru­leika­þátta­seríunni. Þau á­kváðu svo í síðasta mánuði að segja skilið við sam­bandið, en nú virðist neistar hafa kviknað að nýju á milli þeirra.

TMZ birti myndir af stjörnunum þar sem þau sátu saman á bar í Nokomis í Flórída ríki. Þar gæddu þau sér saman á Moscow mule kok­teilum og fór vel á með þeim. Þá greinir US We­ekly frá því að Dale Moss hafi sýnt fylgj­endum sínum frá því hvar hann var staddur í fót­snyrtingu nokkurri.

Segir í um­fjöllun miðilsins að heyra hafi mátt konu hlæja í bak­grunni. Virðast allar vís­bendingar benda til þess að þar hafi Clare Crawley verið á ferðinni. Dale segir þar fylgj­endum sínum hlæjandi frá því að hann hafi tapað veð­máli og sé því staddur í fót­snyrtingu.

Áður höfðu heimildar­menn banda­rískra slúður­miðla tjáð þeim að parið hefði hætt saman þar sem hlutirnir hefðu ein­fald­lega gerst allt of hratt þeirra á milli.

„Það er fullt af vanda­­málum þeirra á milli. Ég veit ekki hvað varð til þess að þau sprungu en hún vill að hann flytji til Sacra­­mento og hann var ekki spenntur fyrir því. Hún vill börn strax, en ekki hann,“ sagði einn þeirra.

Þáttastjórnendur á bandarísku slúðurfréttastöðinni E News! ræða mál Dale og Clare: