Fyrsta hljómplata Dalai Lama kemur út næsta mánudag, sama dag og trúarleiðtoginn fagnar 85 ára afmæli.

Ellefu lög verða á plötunni sem ber heitið „Inner World“. Þar tvinnar Dalai Lama saman möntrum, söng og trúarboðskap við nýaldartónlist. Hægt er fá smjörþefinn af plötunni með því að hlusta á lögin „Compassion“ og „One of My Favorite Prayers“ sem voru út í síðasta mánuði.

Plötuna vann Dalai Lama ásamt Junelle og Abraham Kunin, músíköntum og lærisveinum sínum frá Nýja-Sjálandi, sem hafa varið síðustu fimm árum í að vinna með leiðtoga sínum að verkefninu.

Junelle Kunin fékk hugmyndina að plötunni þegar hún fann hvergi neitt tónlistarefni sem innihélt trúarboðskapinn. Hún viðraði hugmyndina tvisvar í bréfi til Dalai Lama sem samþykkti að taka þátt árið 2015.