Daisy Coleman, sem steig fram í hinni eftir­minni­legu Net­flix-heimildar­mynd Audri­e & Daisy er látin að­eins 23 ára að aldri. Í frétt BBC er haft eftir móður Daisy að hún hafi svipt sig lífi.

Daisy var að­eins fjór­tán ára gömul þegar henni var nauðgað í gleð­skap í Mary­vil­le í Mis­souri árið 2012. Myndin fjallaði meðal annars um málið og það hvernig hún var út­skúfuð og niður­lægð á sam­fé­lags­miðlum eftir að hafa til­kynnt brotið.

Hin stúlkan sem myndin fjallaði um, Audri­e Pott, svipti sig lífi í septem­ber 2012, nokkrum dögum eftir að brotið var gegn henni kyn­ferðis­lega.

Sau­tján ára piltur, Matt­hew Barnett, var kærður fyrir nauðgun í máli Daisy en málið gegn honum var síðar látið niður falla. Héldu að­stand­endur Daisy því fram að sú stað­reynd að fjöl­skylda piltsins var valda­mikil í sam­fé­laginu hafi ráðið miklu um þá á­kvörðun. Barnett var að lokum sak­felldur fyrir að stofna Daisy í hættu en hann hélt því fram að sam­ræði þeirra hafi verið með sam­þykki beggja aðila.

Melinda Coleman minntist dóttur sinnar á Face­book, að því er segir í frétt BBC, þar sem hún sagði hana hafa verið frá­bær dóttir. Hún hafi þó aldrei jafnað sig að fullu eftir at­vikið árið 2012 og það sem gerðist í kjöl­farið.

Eftir á­reiti og hótanir í kjöl­far málsins tók fjöl­skylda Daisy þá á­kvörðun að flytja frá Mary­vil­le.


Vakin er at­hygli á því að ef þú eða ein­hver sem þú þekkir ert að glíma við sjálfs­vígs­hugsanir að þá er hægt að hafa sam­band við Hjálpar­­síma Rauða krossins, 1717 og í gegnum net­­spjall þeirra. Þar eru þjálfaðir og reynslu­­miklir sjálf­­boða­liðar á öllum aldri sem svara þeim sím­­tölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Ekkert vanda­­mál er of lítið eða of stórt hvorki fyrir Hjálpar­­símann né net­­spjallið.