Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri stekkur beint í fimmta sæti á met­sölu­lista Pennans Ey­munds­sonar sem birtur er í dag, en bók hans, Nýja Reykja­vík þar sem hann skrifar um um­skiptin og á­tökin í borginni kom ekki í búðir fyrr en um ný­liðna helgi.

Það er aftur á móti drottningin, Yrsa Sigurðar­dóttir sem trónir á toppi listans, aðra vikuna í röð með tryllinn sinn Lok, lok og læs, en Arnaldur Indriða­son andar ofan í háls­málið á henni í öðru sæti listans með sögu­lega skáld­sögu sína, Sigur­verkið.

Af öðrum fasta­gestum vin­sælda­listanna má nefna Ragnar Jónas­son í sjötta sæti, Sig­rúnu Eld­járn í sjöunda sæti, Hall­grím Helga­son í því áttunda og Birgittu Hauk­dal í tíunda sæti.