Full­trúar Ís­lands í Euro­vision söngva­keppninni, Daði og Gagna­magnið, fluttu at­riði sitt á sviði í annað skipti í dag í Rotter­dam. Hópurinn þótti standa sig með prýði og var at­riði Ís­lands valið það besta af þeim sem æfðu í dag í könnun ESCTRA.

Um var að ræða könnun sem lögð var fyrir fjöl­miðla sem fylgdust með æfingum dagsins og var ís­lenska at­riðið lang­stiga­hæst með 65 at­kvæði.

Önnur lönd sem æfðu í annað skipti í dag voru San Marino, Serbía, Malta, Grikk­land, Austur­ríki, Mol­dóva, Tékk­land, Eist­land og Pól­land.

Ruku upp í veð­bönkum

Ís­land rauk upp í veð­bönkum að nýju eftir æfinguna, eða um heil tvö sæti. Landið fór í 4. sæti og er komið upp fyrir Búlgaríu, sem þarf að sætta sig við að vera spáð 6. sæti þegar þetta er skrifað. Það var ekki lang­líft en eftir fyrstu æfingu Ítala rauk Ítalía upp og er þeim nú spáð 3. sæti en Ís­landi því fimmta.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá lauk hópurinn sinni annarri æfingu á stóra sviðinu nú í há­­deginu. Daði segist vera á­­nægður með frammi­­stöðuna en enn eigi eftir að fín­pússa ýmsa hluti.