Tón­listar­maðurinn Daði Freyr Péturs­son er nú á loka­metrunum við gerð nýja Euro­vision-lagsins sem mun keppa fyrir hönd Ís­lands í Euro­vision í vor. Daða vantar þó ör­lítið upp á við að ljúka við lagið ef marka má mynd­band sem hann birti á Twitter í dag.

Í mynd­bandinu segir Daði að hann ætli að hafa nokkuð stóran kór­kafla í laginu, en gallinn er sá að hann hefur ekki að­gang að kór í miðjum kórónu­veirufar­aldri. Af þeim sökum hvetur hann fylgj­endur sína til að taka upp sína rödd og leggja þannig hönd á plóg við gerð lagsins.

Alls vantar Daða sjö mis­munandi raddir í kórinn og hefur hann sett upp skrá á Goog­le Dri­ve þar sem á­huga­samir geta nálgast frekari leið­beiningar. Hvetur hann á­huga­sama til að senda hljóð­skrárnar á net­fangið gagna­magnidchoir[hja]gma­il.com. Upp­tökurnar verða svo notaðar í sjálfu laginu.

Daði og gagna­magnið áttu að taka þátt í Euro­vision á síðasta ári, en eins og frægt er orðið varð ekkert af keppninni vegna CO­VID-19-far­aldursins. Lag Daða, Think About Things, var talið sigur­strang­legt í keppninni þegar hún var blásin af.

Ríkis­út­varpið á­kvað svo í haust að velja Daða og gagna­magnið til að taka þátt í keppninni í vor og verður án efa spennandi að sjá niður­stöðuna.