Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson er nú á lokametrunum við gerð nýja Eurovision-lagsins sem mun keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision í vor. Daða vantar þó örlítið upp á við að ljúka við lagið ef marka má myndband sem hann birti á Twitter í dag.
Í myndbandinu segir Daði að hann ætli að hafa nokkuð stóran kórkafla í laginu, en gallinn er sá að hann hefur ekki aðgang að kór í miðjum kórónuveirufaraldri. Af þeim sökum hvetur hann fylgjendur sína til að taka upp sína rödd og leggja þannig hönd á plóg við gerð lagsins.
Alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn og hefur hann sett upp skrá á Google Drive þar sem áhugasamir geta nálgast frekari leiðbeiningar. Hvetur hann áhugasama til að senda hljóðskrárnar á netfangið gagnamagnidchoir[hja]gmail.com. Upptökurnar verða svo notaðar í sjálfu laginu.
Daði og gagnamagnið áttu að taka þátt í Eurovision á síðasta ári, en eins og frægt er orðið varð ekkert af keppninni vegna COVID-19-faraldursins. Lag Daða, Think About Things, var talið sigurstranglegt í keppninni þegar hún var blásin af.
Ríkisútvarpið ákvað svo í haust að velja Daða og gagnamagnið til að taka þátt í keppninni í vor og verður án efa spennandi að sjá niðurstöðuna.
I need your voice!
— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) January 4, 2021
I'm putting together a choir for the @Eurovision 2021 song.
Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8
Please send your audio files to gagnamagnidchoir@gmail.com
Deadline is January 11th
Thank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz