Daði og fé­lagar í Gagna­magninu hittu enga aðra heldur en hljóm­sveitar­með­limi The Roop frá Litháen. Þetta má sjá í Insta­gram færslu hljóm­sveitarinnar en ætla má að þar hafi þau verið stödd vegna Euro­vision keppni Þjóð­verja sem fór fram á dögunum.

Fé­lögunum í The Roop var spáð góðu gengi í Euro­vision sem hefði átt að fara fram þann 16. maí síðast­liðnum. Var það raunar sú sveit sem Daði Freyr og fé­lagar tóku fram úr í veð­bönkum í mars þegar „Think About Things“ skaust á toppinn meðal veð­banka.

Spáðu margir því að lithá­ensku kepp­endurnir væru helstu keppi­nautar Daða og fé­laga. Hefur sveitin sagt að hún telji þaðsiðferðislega skyldu sína að koma fram í Eurovision á næsta ári, 2021.

Þannig fóru þeir fé­lagar í Roop með sigur af hólmi í þýsku keppninni en líkt og al­þjóð veit hefur Daði, okkar allra, farið með slíkan sigur í all­mörgum löndum, líkt og í Sví­þjóð og Noregi.

„1 og 2 sætið saman­komin á mynd,“ segir ís­lenskur júró­vi­sjón að­dáandi um myndina af the Roop og Gagna­magninu sem má sjá hér að neðan.