Daði og Gagna­magnið verða númer átta í röð upp á svið í Euro­vision söngva­keppninni í Rotter­dam í seinni undan­úr­slitariðlinum. Þetta var til­kynnt nú í morgun.

Daði og fé­lagar frum­sýndu tón­listar­mynd­band sitt við fram­lag Ís­lands, 10 years í gær. Ó­hætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku net­verja en þar berst Gagna­magnið á bana­spjótum gegn dular­fullu skrímsli sem spratt upp úr Eyja­fjalla­jökli.

Litháen mun opna Euro­vision söngva­keppninni að þessu sinni en sex­tán lönd munu keppa á fyrra undan­úr­slita­kvöldinu en sau­tján á hinu seinna. Á seinna undan­úr­slita­kvöldinu mun San Marinó opna kvöldið en frændur okkar Danir munu eiga síðasta leik.

Hér að neðan má sjá röðun landa í undan­úr­slitariðlunum:

Mynd/Eurovision
Mynd/Eurovision