Þau Daði Freyr og Árna Fjól­ey, Euro­vision farar fyrir Ís­lands hönd árin 2020 og 2021, vörpuðu í kvöld hulunni af nýjum búningum sem þau skarta í tón­listar­mynd­bandi við fram­lag Ís­lands í ár.

Nýja fram­lagsins er beðið með mikilli ó­þreyju en búist er við því að hulunni verði svipt af því á næstu vikum. Daði fékk Ís­lendinga til þess að senda sér upp­tökur og hét því að hann myndi nýta þær allar í lagið.

Eins og al­þjóð veit var Daða, Árnýju og fé­lögum í Gagna­magninu spáð ó­trú­legu gengi í Euro­vision í fyrra, áður en keppnin var blásin af. Svo virðist enn vera raunin nú, en Gagna­magninu er spáð 1. sæti, þó öll lönd hafi enn ekki valið sitt fram­lag.