Daði og fé­lagar í Gagna­magninu skutust í gær­kvöldi niður fyrir Viktoriu, keppanda Búlgaríu í veð­bönkum. Daði og félgar er því spáð 6. sæti þegar þetta er skrifað en Viktoriu því fimmta.

Les­endum að­dá­enda­síðunnar Wiwi­bloggs þykir Viktoria hafa átt bestu æfinguna í gær. Út­skýrir þetta stökk Viktoriu en líkt og al­þjóð man eftir voru Daði og Gagna­magnið talin hafa átt bestu æfinguna í fyrra­dag.

Stökk Gagna­magnið upp tvö sæti í veð­bönkum í kjöl­farið. Var hópnum í gær spáð 4. sæti en nú hið sjötta, eins og áður segir. Segir í um­fjöllun Wiwi­bloggs að Viktoria hafi þótt afar ein­læg og flutningur hennar á laginu „Growing Up Is Getting Old“ hreyft við hjörtum við­staddra.

Þrátt fyrir að hafa sigið niður um sæti á lista veð­bankanna, getur Daði og Gagna­magnið og öll ís­lenska þjóðin, huggað sig við hið forn­kveðna, sígandi lukka er best.