Daði og Gagn­a­magn­ið frum­flutt­u lag­ið 10 Ye­ars, fram­lag Ís­lands til Eur­o­vis­i­on 2021, á RÚV í kvöld í þætt­in­um straum­i. Það fjall­ar um tíu ára sam­band Daða og Árnýj­ar konu hans.

Sam­band þeirr­a Daða og Árnýj­ar hófst á tón­list­ar­há­tíð­inn­i Hró­ars­keld­u í Dan­mörk­u fyr­ir ár­a­tug og eru þau nú bú­sett í Ber­lín í Þýsk­a­land­i. Í lag­in­u syng­ur Daði um hvern­ig sam­band þeirr­a hef­ur styrkst gegn­um árin. Hljóm­sveit hans Gagn­a­magn­ið er hon­um til halds og trausts við flutn­ing lags­ins og spil­ar með­al ann­ars á heim­a­til­bú­in hljóð­fær­i auk þess að dans­a. Auk þess taka líka börn úr kór Lang­holts­kirkj­u þátt og syngj­a bak­radd­ir.

Lag­ið lak á net­ið í vik­unn­i en nú má loks­ins heyr­a það í allr­i sinn­i dýrð og sjá mynd­band­ið á Yo­uT­u­be.

Eur­o­vis­i­on í fyrr­a var frest­að af sök­um COVID-19 en þá gætt­i mik­ill­ar bjart­sýn­i með fram­lag Ís­lands sem Daði og Gagn­a­magn­ið gerð­u einn­ig, lag­ið Think­ing Abo­ut Things sem ó­hætt er að segj­a að hafi sleg­ið í gegn þrátt fyr­ir að keppn­in hafi ekki far­ið fram.