Daði Freyr hélt tónleika í Gagnavagninum hjá Strætó í síðustu viku.

Tónleikar verða sýndir í beinni útsendingu klukkan 20:00 í kvöld á Youtube rásinni "Jam in the Van".

Jam in the Van er Youtube rás þar sem hljómsveitir eða tónlistarmenn halda tónleika í hljómsveitarrútunum sínum.

Þar sem Daði Freyr var ekki með slíka rútu þá ákvað hann að troða í staðinn upp í Gagnavagninum, sem er heilmerktur strætisvagn.