Söngv­ar­inn Daði Freyr Pétursson birt­i í dag mynd­band af sér taka á­breið­u af lag­in­u Jaja Ding Dong, sem sló eft­ir­minn­i­leg­a í gegn í Eur­o­vis­i­on mynd Will Fer­ells.

Svo virð­ist sem að­dá­end­ur tón­list­ar­manns­ins hafi sent hon­um tugi ef ekki hundr­uð á­skor­an­a um að taka lag­ið sem Hús­vík­ing­ar elsk­uð­u svo heitt í Net­flix mynd­inn­i Eur­o­vis­i­on Song Con­test: The Stor­y of Fire Saga.

Fyrst­a og síð­ast­a sinn

Í dag varð hann loks við beiðn­inn­i en ekki er hægt að gera ráð fyr­ir að hann taki það á tón­leik­um í bráð.

„Þett­a er í fyrst­a og síð­ast­a skipt­i sem ég tek þett­a lag,“ sagð­i Daði í upp­haf mynd­bands­ins sem tek­ið er upp í ís­lenskr­i sveit­a­sæl­u.