Daði Freyr, Euro­vision­fari Ís­lands í fyrra og árið 2020, segir Kalush Orchestra, sigur­vegara Euro­vision í ár, hafa unnið vegna þess að þau voru með besta lagið og flutning. Þessu greinir hann frá á Twitter.

Eins og al­þjóð veit sigraði Úkraína Euro­vision í ár nokkuð örugg­lega, fram­lag þeirra endaði með 631 stig en breska lagið, sem endaði í öðru sæti, var með 466 stig. Það munaði því 165 stigum á fyrsta og öðru sæti.

Vlodimír Selenskíj, for­seti Úkraínu, var fljótur að lýsa yfir því eftir sigurinn að hann hygðist halda Euro­vision í Úkraínu, en hann sagði „Hug­rekki okkar heillar heiminn, tón­listin okkar sigrar Evrópu. Á næsta ári mun Úkraína halda Euro­vision.“