Tón­listar­parið Daði Freyr Péturs­son og Árný Fjóla Ás­munds­dóttir sluppu í gær úr ein­angrun. Eins og frægt er orðið greindist Árný með CO­VID eftir Euro­vision för Gagna­magnsins, eftir að smit greindust í ís­lenska hópnum.

Árný og Daði eiga von á sínu öðru barni saman. Þau sögðu á blaða­manna­fundi í Rotter­dam í maí að vinnu­heitið væri Lára. Líðan Árnýjar hefur verið góð, Daði fékk nei­kvætt út úr sínum prófum og tók parið meðal annars upp tón­listar­mynd­band í ein­angruninni.

„Það er svo gott að vers í ömmu­húsi. Hér er ró og næði, hvergi er betra að hlaða batteríin en akkúrat hér. Í þessu húsi á ég svo margar góðar minningar og er þakk­lát fyrir sterka og sam­heldna fjöl­skyldu,“ skrifaði Árný í ein­angruninni.