Stjörnu­hjónin Daði Freyr Péturs­son og Árný Fjóla Ás­munds­dóttir eignuðust sitt annað barn í dag. Daði Freyr deildi fréttunum á Twitter-síðu sinni og skrifaði þar ein­fald­lega:

„Ég er tveggja barna faðir núna.“

Eiga fyrir eina dóttur

Um er að ræða stúlku en fyrir eiga þau dótturina Áróru Björg sem fæddist árið 2019.

Árný Fjóla deildi ný­lega mynd á Insta­gram-síðu sinni komin 40 vikur á leið þar sem hún sagðist vera að stytta biðina eftir fæðingunni með stuttum göngu­túrum.

„Mér líður mjög vel, jafn­vel betur en síðustu mánuði. Við erum samt til­búin og spennt að fá þessa bumbu­stelpu í hendurnar,“ skrifaði Árný.

Skötu­hjúin gerðu garðinn frægan með þátt­töku sinni í Söngva­keppni sjón­varpsins árið 2017 og kepptu fyrir Ís­lands hönd í Euro­vision 2021 í Rotter­dam með laginu 10 Years sem fjallar um tíu ára sam­band þeirra.