Daði Freyr og Árný Fjól­ey, sér­legir Euro­vision­farar Ís­lands, eiga von á sínu öðru barni saman. Þetta til­kynnir Daði í skemmti­legri Insta­gram færslu.

Þar má sjá þau Daða og Árný í búningum sínum fyrir tón­listar­mynd­bandið við Euro­vision lag Ís­lands 2021, 10 years. „Ég og Árný Fjóla eigum von á öðru barni í septem­ber,“ skrifar Daði í færslunni.

Eins og al­þjóð veit á parið nú þegar eitt barn, Áróru Björg Daða­dóttur. Lag Ís­lands í Euro­vision í fyrra, Think About Things, var ein­mitt um hana Áróru, þar sem Daði velti fyrir sér í texta­smíðinni hvað Á­róra myndi koma til með að finnast um hluti.