Daði Freyr og Gagnamagnið og aðrar keppendur sem áttu að koma fram í Eurovision-keppninni í Rotterdam í Hollandi 16. maí næstkomandi munu þess í stað koma fram í sérstökum þætti sem verður ekki í keppnnisformi.

Tilkynning þess efnis barst frá framkvæmdarstjórn EBU í dag en þar kemur fram að þátturinn muni heita Eurovision: Europe Shine A Light.

Þetta er ákveðin sárabót fyrir keppendur sem misstu af tækifærinu til þess að taka þátt í keppninni vegna kórónaveirufaraldursins.

Stefnt er að því að búa til tveggja klukkustunda þátt þar sem ýmislegt Eurovision tengt efni verður á boðstólnum. Þátturinn verður á dagskrá sama kvöld og halda átti keppnina, það er laugardaginn 16. maí.