Tón­listar­maðurinn Daði Freyr er nú á tón­leika­ferða­lagi í Bret­landi. Á vef hans má sjá að upp­selt er á alla tón­leikana á Bret­landi en enn er hægt að fá miða annars staðar í Evrópu. Breski miðillinn Guar­dian fjallar um tón­leikana á vef sínum og gefur Daða heilar fjórar stjörnur af fimm.

Þar segir að tón­leikarnir séu „fáguð kjána­læti“ og að sýningin sé í raun uppi­stand í bland við tón­leika, svo gaman sé á þeim og að Daði Freyr geri það vel.

Daði Freyr er á tón­leika­ferða­lagi þar til í næstu viku í Bret­landi og færir sig svo á megin­landið.

Aðeins eru um tveir mánuðir frá því að Daði Freyr og Árný eignuðust sitt annað barn.