Daði Freyr, Eurovisionfari Íslands í fyrra og 2020, segir tíma til kominn á að forsvarsmenn keppninnar hætti að leyfa að bakraddir séu teknar upp og spilaðar með lögunum í keppninni.
Skoðun Daða hefur vakið heimsathygli og meðal annars verið umfjöllunarefni einnar stærstu Eurovision aðdáendasíðu í heimi, Wiwibloggs. Breytingarnar voru leyfðar í fyrsta sinn í aðdraganda keppninnar í fyrra.
Sagði Martin Österdahl, framkvæmdastjóri keppninnar í fyrra að ástæðan væri heimsfaraldurinn og var þetta gert til þess að gera löndum auðveldara fyrir og spara þeim pening. Þannig voru bakraddasöngvarar Íslands í ár til að mynda aldrei uppi á sviði, eins og þeir lýstu í samtali við Fréttablaðið.
Daði segist hinsvegar vera kominn með nóg af þessu fyrirkomulagi. „Þetta er bara ekki eins áhugavert. Ég vil vita að allar raddir séu í beinni, en kannski er það bara ég.“
It’s now been tested for 2 years and I think it’s time for @Eurovision to stop allowing vocals on the backing track again. It’s just not as interesting. I want to know that every vocal is live, but maybe that’s just me.
— Daði Freyr 🍉 (@dadimakesmusic) May 18, 2022