Daði Freyr, Euro­vision­fari Ís­lands í fyrra og 2020, segir tíma til kominn á að for­svars­menn keppninnar hætti að leyfa að bak­raddir séu teknar upp og spilaðar með lögunum í keppninni.

Skoðun Daða hefur vakið heims­at­hygli og meðal annars verið um­fjöllunar­efni einnar stærstu Euro­vision að­dá­enda­síðu í heimi, Wiwi­bloggs. Breytingarnar voru leyfðar í fyrsta sinn í að­draganda keppninnar í fyrra.

Sagði Martin Österdahl, fram­kvæmda­stjóri keppninnar í fyrra að á­stæðan væri heims­far­aldurinn og var þetta gert til þess að gera löndum auð­veldara fyrir og spara þeim pening. Þannig voru bak­radda­söngvarar Ís­lands í ár til að mynda aldrei uppi á sviði, eins og þeir lýstu í sam­tali við Frétta­blaðið.

Daði segist hins­vegar vera kominn með nóg af þessu fyrir­komu­lagi. „Þetta er bara ekki eins á­huga­vert. Ég vil vita að allar raddir séu í beinni, en kannski er það bara ég.“