Tónlistarparið Daði Freyr og Árný eignuðust sitt annað barn 18. september síðastliðinn.

Daði birti fyrstu myndina sem kjarnafjölskylda á Instagram reikningi sínum í dag og skrifar undir hana Four birds of a feather .

Fyrir á parið dótturina Áróru Björgu sem er fædd árið 2019.

Daði og Árný komu fyrst upp fram á sjónvarsviðið með hljómsveitinni Gagnamagnið, þegar þau tóku þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 og kepptu fyrir Ís­lands hönd í Eurovision 2021 í Rotter­dam með laginu 10 Years.

Lagið fjallar um tíu ára sam­band þeirra og hefur hlotið mikilla vinsælda meðal hlustenda.