Sænska þjóðin gaf í kvöld Daða Frey, ís­lenska Euro­vision­faranum, milljón at­kvæði og sigraði hann því 12 stiga keppni þeirra Svía. Ragn­hildur Steinunn greindi frá þessu í beinni út­sendingu í ríkis­út­varpinu í kvöld.

Þeir Svíar feta í fót­spor annarra þjóða og héldu sína eigin keppni. Þar kom Daði, sá og sigraði, með milljón at­kvæði í töskunni. Honum hefur verið boðið að koma fram í Melodi­festiva­len, söngva­keppni þeirra Svía á næsta ári í kjöl­farið.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í kvöld voru ein­hver tækni­leg vand­ræði í út­sendingu RÚV. Skemmtu net­verjar sér vel við að ræða þau á beinni á sam­fé­lags­miðlum eins og Twitter.

Eins og alþjóð veit hefði Daði og Gagnamagnið átt að trylla Evrópu í kvöld, ef Eurovisionkeppninni í Rotterdam hefði ekki verið frestað til næsta árs, vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Ljóst er þó að Daði og félagar þurfa ekki á keppninni að halda, enda vinsældirnar miklar úti um allan heim.

Stigataflan!! Stigataflan!! Daði vann!!