Daði Freyr fékk krútt­legustu stuðnings­yfir­lýsingu allra tíma á Twitter í gær. Ungur að­dáandi, Hjörtur Benja­mín, sendi honum mynd­bands­skila­boð þar sem hann segist vona að hann muni vinna á laugar­dag.

Móðir Hjartar, Ás­dís Rósa, birtir mynd­bandið á Twitter að­gangnum sínum og merkir Daða. „Ók mitt fyrsta tweet (segir maður það?) í til­raun til þess að koma þessum skila­boðum á­leiðis til @dadima­kesmusic. Gangi ykkur vel á laugar­daginn #12stig.“

Hjörtur er afar ein­lægur í mynd­bands­kveðjunni og ó­hætt að segja að hann hafi slegið í gegn. „Ég vil að þú vinnir í Euro­vision, Daði Freyr. Ég vona að þú vinnir. Ég heiti Hjörtur Benja­mín Hjartar­son. Í fötunum þínum. Stopp.“

Daði er aug­ljós­lega afar þakk­látur fyrir kveðjurnar. „Jeeess :D frá­bært takk fyrir!!!“ skrifar hann og lætur fylgja með þrjú hjarta­tákn. Fjöl­margir lýsa yfir vel­þóknun á at­hæfinu og segjast margir vera að urlast úr krútti.