Einungis mánuður er í að fram­lag Ís­lands í Euro­vision verði flutt í Rotter­dam en Daði og Gagna­magnið munu flytja lagið 10 Years í seinni undan­úr­slitariðlinum þann 20. maí næst­komandi.

Ó­hætt er að segja að mikil spenna sé fyrir keppninni, ekki síst hjá Daða sjálfum, en hann hefur boðað til tón­leika þar sem hann mun að­eins syngja Euro­vision lög líkt og hann gerði þegar Euro­vision átti að fara fram í fyrra.

„Ég ætla að gera annað Júró­Daði,“ skrifar Daði á Twitter síðu sinni en hann óskar þar eftir til­lögum að lögum sem hann ætti að taka. Hátt í 200 manns hafa þegar svarað færslunni innan við klukku­tíma eftir að hún var birt.

Til­lögurnar spanna ára­tugi af Euro­vision lögum og því ættu allir að finna sér eitt­hvað við hæfi. Daði hefur í það minnsta úr nægu að velja en nokkrar tillögur má finna hér fyrir neðan.