Svo gæti farið að Bene­dict Cum­ber­batch fylgi kóngu­lóar­manninum Tom Holland til Ís­lands á næsta ári. Holland er væntan­legur hingað til lands við tökur á þriðju myndinni um kóngu­lóar­hetjuna í Mar­vel heiminum.

Það er banda­ríski miðillinn Comic­book.com sem greinir frá því að Cum­ber­batch, sem fer með hlut­verk hetjunnar Dr. Strange í Mar­vel heiminum, muni brátt láta and­lit sitt skína í þriðju Spi­der Man myndinni.

Komi Cum­ber­batch hingað til lands yrði það ekki í fyrsta skiptið en hann spókaði sig um á Austur­velli í hlut­verki Juli­an Ass­an­ge í kvik­myndinni Fifth Esta­te á sínum tíma.

Á vef banda­ríska miðilsins kemur fram að Cum­ber­batch láti sjá sig á setti kvik­myndarinnar rétt áður en tökur hefjist á hans eigin mynd, Doctor Strange: Multi­ver­se of Madness en leik­stjórinn Sam Raimi mun þar fara með leik­stjóra­taumana. Hann leik­stýrði ein­mitt fyrsta þrí­leiknum um kóngu­lóar­manninn knáa og eru nú uppi þrá­látir orð­rómar um að myndirnar tvær muni tengjast mikið.

Fer þar fremst í flokki sú kenning að efnis­tök myndanna muni snúast í kringum sama sögu­þráð og teikni­myndin Spi­der-Man: Into the Spi­der-Ver­se. Telja að­dá­endur næsta víst að Toby Maguire og Andrew Garfi­eld sem eitt sinn léku kóngu­lóar­manninn muni bregða fyrir að nýju á­samt Tom Holland í nýju myndinni.

Í mynd­bandinu hér fyrir neðan er farið í saumana á um­ræddri kenningu: