Tísku­húsið Balenciaga hefur sam­einað krafta sína við skó­fram­leiðandann Crocs og eru pinna­hælar í ein­kennandi Crocs stíl væntan­legir frá há­tísku­hönnuðinum árið 2022.

Hægt verður að fá skóna í ýmsum litum en um er að ræða hefð­bundið Crocs út­lit með háum pinna­hæl. Nafn sam­starfsins er ein­fald­lega Balenciaga x Crocs 2.0.

Ekki er hægt að segja að nýja hönnunin hafi fallið í kramið hjá net­verjum sem virðast flestir spyrja sig hvort um sé að ræða grín eða ekki.

Hægt verður að fá skóna í ýmsum litum.

Það vakti gríðar­lega at­hygli árið 2018 þegar fyrsta Balenciaga til­kynnti að til stæði að vinna með Crocs að gerð skó­fatnaðar. Út­gáfa Balenciaga af þessum vin­sælu skóm var tíu sentí­metra plat­form undir skónum.

Balenciaga-út­gáfan seldist upp þegar hún var kynnt til sögunnar þrátt fyrir að her­leg­heitin væru ekki á neinu út­sölu­verði. Parið kostar 850 dollara eða tæpar 89 þúsund ís­lenskra krónur.

Gert er ráð fyrir að Crocs-hælarnir verði enn dýrari eða í kringum hundrað þúsund Ís­lenskar krónur.