Fyr­ir­sæt­an Chris­sy Teig­en hef­ur beð­ist af­sök­un­ar á fram­göng­u sinn­i á net­in­u og við­ur­kennt að hafa lagt fólk í net­ein­elt­i. Í pistl­i á vef­síð­unn­i Med­i­um opn­ar hún sig um „nokkr­ar afar auð­mýkj­and­i vik­ur“ eft­ir að upp komst að hún hafð­i lagt fjöld­a frægs fólks í ein­elt­i, til að mynd­a Co­urt­n­ey Stodd­en, Linds­a­y Loh­an og Farr­ah Abra­ham á þeirr­a yngr­i árum.

„Ekki dag­ur, ekki augn­a­blik líð­ur hjá þar sem finn ekki fyr­ir kremj­and­i þung­a eft­ir­sjár vegn­a þess sem ég hef sagt í for­tíð­inn­i,“ skrif­að­i hin 35 ára gaml­a Teig­en, sem gift er tón­list­ar­mann­in­um John Leg­end.

Teig­en og Leg­end á góðr­i stund­u.

Síð­ar í pistl­in­um seg­ir Teig­en að það séu eng­ar af­sak­an­ir fyr­ir mein­fýsn­um tíst­um sín­um, fórn­ar­lömb henn­ar hafi ekki átt þau skil­ið - eða nokk­ur ann­ar. „Ég var tröll, punkt­ur. Og ég biðst svo inn­i­legr­ar af­sök­un­ar.“

Fyr­ir­sæt­an seg­ir enn frem­ur að hún hafi tal­ið að það gerð­i hana „sval­a og að­geng­i­leg­a“ að gera gys að fræg­um með þess­um hætt­i og þann­ig mynd­u ó­kunn­ug­ir taka hana í sátt.

„Það eru eng­ar af­sak­an­ir fyr­ir minn­i hegð­un. Ég er ekki fórn­ar­lamb­ið hér. Þú og ég eig­um að sýna þeim sam­kennd sem ég gerð­i lít­ið úr. Sann­leik­ur­inn er sá að ég er ekki leng­ur mann­eskj­an sem skrif­að­i þess­a hræð­i­leg­u hlut­i. Ég þrosk­að­ist, fór í sál­fræð­i­með­ferð, eign­að­ist börn, fór í frek­ar­i með­ferð, upp­lifð­i miss­i og sárs­auk­a, fékk enn meir­i með­ferð og upp­lifð­i meir­a. OG FÉKK MEIRI MEÐFERÐ.“