John Legend, sem er kyn­þokka­fyllsti maður ársins sam­kvæmt Peop­le´s Magazine, tók við sem spjall­þátta­stjórnandi í The Ellen DeGeneres Show í gær. Honum brá heldur betur í brún þegar eigin­kona hans, ofur­fyrir­sætan Chris­sy Teigen, stökk ó­vænt að honum og öskraði á hann.

Legend hafði ný­lokið við að sýna áður ó­séða út­gáfu af tón­listar­mynd­bandinu við lagið „All of You“ þar sem spjall­þátta­stjarnan Ellen DeGeneres var í aðal­hlut­verki þegar hrekkurinn átti sér stað.

„Ekki segja Chris­sy krakkar, hún verður mjög, mjög, mjög, mjög af­brýði­söm út í Ellen,“ sagði John rétt áður en Chris­sy sjálf stökk upp úr borðinu við hliðina á honum. „Um hvað ertu að fu****g tala!?!“ öskraði ofur­fyrir­sætan á skelfdan eigin­mann sinn.

Legend náði sér fljótt aftur á strik en Chris­sy lýsti því hins vegar yfir að biðin í kassanum væri eitt það erfiðasta sem hún hafi þurft að þola.

John Legend hrökk í kút þegar Chrissy stökk úr kassanum.
Mynd/TheEllenDeGeneresShow

Þarf ekki að líta vel út til að vera kyn­þokka­fullur

Sam­ræðurnar snerust fljótt að því að Legend hafi verið valinn kyn­þokka­fyllsti maður ársins. „Guð minn góður, þetta hefur greini­lega stigið þér til höfuðs,“ sagði Chris­sy sem lét það þó fylgja að hann ætti titilinn svo sannar­lega skilið.

Chris­sy bætti við að at­huga­semd sem hún las fyrir Legend um kyn­þokka hans um morguninn væri í sér­stöku upp­á­haldi hjá sér. „Ein­hver hafði skrifað; Þetta sannar að maður þarf ekki að líta vel út til að vera kyn­þokka­fullur,“ sagði Chris­sy hlægjandi og benti á að það hafi átt að vera hrós.

Hún tók svo fram að hrósið hafi verið ætlað þeim báðum. „Þau sanna að fólk sem er ekkert spes geti líka verið sexí,“ skaut Legend inní. Hægt er að sjá mynd­band af at­vikinu hér fyrir neðan.