Einn úr hópi pólska hópsins fyrir Euro­vision hefur nú greinst með CO­VID-19 en allur hópurinn er nú kominn í sótt­kví. Að því er kemur fram í til­kynningu frá EBU greindist um­ræddur ein­stak­lingur við reglu­bundna skimun í dag en þau höfðu síðast verið á tón­leika­svæðinu á fimmtu­dag.

„Sem var­úðar­ráð­stöfun fyrir sýningar­vikuna hafa aðrir með­limir hópsins verið sendir í PCR-próf og sótt­kví. Vegna þessa mun pólski hópurinn ekki vera við­staddur á túrkís-dreglinum sunnu­daginn 16. maí,“ segir í til­kynningunni.

Að sögn EBU er það þeirra helsta mark­mið að Euro­vision verði öruggur við­burður með til­liti til CO­VID-19 og er öryggi og heilsa allra þeirra sem koma að við­burðinum í fyrir­rúmi.

Euro­vision fer fram í Rotter­dam í Hollandi en fyrra undan­úr­slita­kvöldið fer fram næst­komandi þriðju­dag á meðan seinna undan­úr­slita­kvöldið er á fimmtu­dag. Pól­land kemur til með að keppa á fimmtu­daginn, sama kvöld og ís­lenski hópurinn kemur fram.

Veð­bankar gefa Pól­verjum þó litlar líkur á að komast á loka­kvöldið, sem fer fram laugar­daginn 22. maí. Ísland er í fjórða sæti samkvæmt veðbönkum, á eftir Möltu og Frakklandi, en Ítalía er þar hæst á lista með 22 prósent vinningslíkur.

Ísland er í fjórða sæti í veðbönkunum.