Nokkrir þekktir leikarar voru í hópi þeirra sem misstu af Critics Choice-verðlaunaafhendingunni í Los Angeles í gærkvöldi vegna COVID-19. Colin Farrell, Brendan Gleeson, Michelle Pfeiffer og Jamie Lee Curtis voru öll fjarverandi vegna veirunnar skæðu.
Farrell og Gleeson fóru með aðalhlutverkin í myndinni The Banshees of Inisherin og voru þeir báðir viðstaddir Golden Globe-verðlaunaafhendinguna í síðustu viku.
Michelle Pfeiffer var sérstaklega sár yfir því að missa af hátíðinni í gærkvöldi, en hún átti að veita leikaranum Jeff Bridges sérstaka heiðursviðurkenningu á hátíðinni. Þau léku saman í myndinni The Fabulous Baker Boys árið 1999 og hafa verið góðir vinir allar götur síðan.
Jamie Lee Curtis, sem lék í Everything Everywhere All at Once, missti einnig af hátíðinni vegna Covid-19. Myndin var valin sú besta á hátíðinni í ár. Jamie Lee virðist vera orðin hundleið á kórónuveirunni ef marka má færslu hennar á Instagram um helgina.