Banda­ríska leik­konan Cour­ten­ey Cox deildi ansi skemmti­legri mynd á Insta­gram í gær­kvöldi. Um er að ræða mynd af síðustu sam­eigin­legu kvöld­mál­tíð leikaranna úr Fri­ends þáttunum vin­sælu en myndin hefur vakið gífur­lega at­hygli og hafa hinir leikararnir meðal annars skrifað undir um­mæli undir.

„Síðasta kvöld­mál­tíðin“ áður en við tókum upp „The Last One“ þann 23. janúar 2004, skrifar Cox undir. Glöggir að­dá­endur muna ef­laust að nú er í bí­gerð sér­stakur endur­funda­þáttur vinanna, sem beðið er eftir með gríðar­legri eftir­væntingu.

Jenni­fer Ani­ston svarar færslu Cox með ein­földum grátandi bros­köllum. Lisa Kudrow svarar „Awwwwwww“ og lætur fylgja með hissa bros­kall, hjarta­tákn og kleinu­hringja­tákn.

Þrátt fyrir að sex­tán ár séu síðan að myndin var tekin virðast leikararnir hafa nægan tíma til þess að eyða með hvort öðru. Bara í síðustu viku birti Lisa Kudrow mynd á Insta­graminu sínu þar sem hún hékk með þeim Cour­ten­ey og Jenni­fer.

View this post on Instagram

Bliss. And more bliss #goodgirlfriends

A post shared by Lisa Kudrow (@lisakudrow) on