Ung bresk leikkona, Emma Corrin, hefur verið ráðin til að leika Díönu prinsessu í sjónvarpsþáttaröðinni The Crown sem sýnd er á Netflix. Díana Prinsessa verður þó ekki fyrr en í þarnæstu þáttaröð sem sýnd verður, eða þeirri fjórðu. Netflix staðfesti ráðninguna í dag með tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem einnig var tilkynnt að byrja ætti að taka upp fjórðu seríuna síðar á þessu ári.

Corrin segir í tilkynningunni að hún sé „meira en spennt“ að vera hluti af The Crown. „Díana prinsessa var íkon og áhrif hennar á heiminn eru enn djúp og hvetjandi,“ segir Corrin. Díana var gift Karli bretaprinsi frá 1981 til 1996. Hún lést í bílslysi í París árið 1997.

Þriðja þáttaröð seríunar verður frumsýnd síðar á þessu ári. Þá mun Olivia Colman taka við hlutverki drottningarinnar af hinni margverðlaunuðu Claire Foy. Greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.

Colman í hlutverki drottningarinnar í The Crown