Spjall­þátta­stjórnandinn James Cor­d­en tók heldur betur á honum stóra sínum um daginn en kappinn kom sér fyrir í mið­bæ Parísar­borgar í Frakk­landi á­samt hópi af Bretum og settu þeir á lag­girnar söng­leikinn franska Les Misér­a­bles.

„París er heimili mestu menningar­ger­sema veraldarinnar,“ sagði Cor­d­en í upp­hafi mynd­bandsins áður en hann kynnti verk­efnið fyrir dans­hópnum sem að­stoðaði hann við verkið.

Það fór nokkuð um bíla­eig­endur í Parísar­borg þegar Cor­d­en birtist ó­vænt í búning á­samt föru­neytinu sínu og þau hófu upp raust sína á miðri gang­braut á um­ferðar­götu. Sjón er sögu ríkari.